Aston Villa íhugar að fá De Bruyne - Stórliðin á eftir argentínsku ungstirni - Verður Farke rekinn?
El Clasico úrslitaleikurinn í beinni á Fótbolta.net annað kvöld
Elmar Cogic: Allir góðir hlutir taka tíma
Sölvi: Neita að trúa því að það séu einhver þreytumerki á okkur
Magnús Már: Þetta er það sem gerist ef það er trú og liðsheild
Alex Freyr: Gleymist í umræðunni að við erum með hörkulið
„Fúlt að tapa fótboltaleik ef við getum kallað þetta fótboltaleik"
Þórsvöllur er gryfja - „Elska þetta vallarstæði"
Gabríel Hrannar: Er fyrst og fremst svekktur
Dóri Árna: Hefði sagt það sama við þig
Óli Valur: Töluvert minna baul en ég bjóst við
Heimir Guðjóns eftir fyrsta stigið: Einhverstaðar verðum við að byrja
Jökull: Svona 300 augnablik sem maður getur tekið
Höskuldur hetjan í lokin: Var búinn að hlaða fótinn helvíti illa
Óskar Hrafn: Ég er alltaf geggjaður
Túfa: Verð gráhærður að bíða eftir að liðið haldi hreinu
Haddi: Ekki sóknarleikurinn sem er vandamálið
Þegar Arnar og Bjarki mættu í KR - „Ég trompaðist þegar hann tók þessa ákvörðun“
Óli Kristjáns: Okkur fannst hann fara í hendina
Elaina Carmen: Mikill heiður að spila fyrir Fram
Thelma Karen: Unnum okkur hægt og rólega inn í leikinn
   sun 21. september 2014 18:26
Jóhann Óli Eiðsson
Gummi Ben: Einfaldleikinn er oftar en ekki bestur
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
„Þetta er góð tilfinning sem gleymist aldrei,“ sagði Guðmundur Benediktsson eftir að Breiðablik hafði sigrað Víking 4-1 í vonskuveðri í Kópavogi í dag.

„Við höfum gert mikið af jafnteflum upp á síðkastið. Við spiluðum vel meginþorra leiksins í dag og uppskárum góðan sigur. Fyrsti hálftíminn var frábær og stórfurðulegt að við skulum ekki hafa skorað fleiri mörk. Við hefðum getað klárað leikinn í fyrri hálfleik en Víkingur er alvöru lið og gaf okkur leik þrátt fyrir að vera manni færri.“

„Þegar vel gengur þá reyna menn oft að gera erfiðari hluti. Einfaldleikinn er oftar en ekki bestur. Þegar okkur gekk sem best þá vorum við að gera einfalda hluti en við vorum að gera þá vel og þegar menn fara að flækja hlutina þá verða þeir erfiðari.“

„Árni er í liðinu til að skora fyrir okkur. Við ræddum þetta aðeins fyrir leikinn og hann er ekki bara í kjaftinum. Hann stóð við stóru orðin.“


Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner