Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 21. september 2019 11:25
Ívan Guðjón Baldursson
Eto'o: Vill verða fyrstur til að vinna Meistaradeildina
Mynd: Getty Images
Samuel Eto'o lagði fótboltaskóna á hilluna fyrr í september en hefur ekki sagt skilið við knattspyrnuheiminn.

Þessi fyrrum landsliðsmaður Kamerún er að vinna í þjálfaragráðum og er með ansi háleit markmið.

„Ég vil verða fyrsti afríski þjálfarinn til að vinna Meistaradeildina og ég vil spila svipaðan fótbolta og Pep Guardiola," sagði Eto'o.

Eto'o lék undir stjórn Guardiola hjá Barcelona en þeim lenti saman og skipti sóknarmaðurinn um félag sumarið eftir að þeir unnu þrennuna saman.

Eto'o talaði illa um Guardiola eftir það en mennirnir sættust að lokum og eru góðir félagar í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner