Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   lau 21. september 2019 17:16
Sævar Ólafsson
Jón Sveins: Þokkalega sáttir en pínu súrir
Tap í síðasta leik tímabilsins
Fram bætti stigasöfnun milli ára um 12 stig
Fram bætti stigasöfnun milli ára um 12 stig
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Við kannski þokkalega sáttir en pínu súrir
Jón Þ. Sveinsson þjálflari Fram var tekinn tali að leik loknum í Efra Breiðholti þar sem lærisveinar hans lutu í gras á lokamínútunum gegn Leiknis.
Með þessum úrslitum enda Framarar í 7.sæti deildarinnar með 33 stig í samanburði við 24 stig sem var uppskera tímabilsins 2018. Hið forna veldi Fram hefur munað sinn fífil fegurri eftir mögur ár eftir fall úr deild þeirra bestu.
„Við náttúrulega spilum vel fyrri umferðina og svo lendum við í smá tímabili þarna í upphafi síðari umferðarinnar þar sem við töpum nokkrum leikjum í röð og það verður smá hringl á leikmannahóp. Missum nokkra leikmenn út til Bandaríkjanna og förum í markmannshræringar (innsk: Blikar kalla til baka Ólaf Íshólm) og einhver meiðsli sem svona aðeins trufla flæðið og tempóið sem var í gangi“.
“En síðan náum við okkur aðeins á strik aftur og erum í raun og veru hundsvekktir að tapa í dag og hafa kannski ekki verið aðeins nær toppliðunum síðustu umferðirnar til að eiga einhvern séns“.
„En heilt yfir þokkalega sáttir, með meiri stigum sem Fram hefur safnað í þessari deild síðustu fimm, sex árin eða síðan við fórum niður. Þannig að það er eitthvað sem við bara byggjum á og höldum bara áfram fyrir næsta Inkasso tímabill“.

Svo er ástæða líka til þess að óska Gróttu og Fjölni til hamingju. Held það verði gaman að fylgjast með og búið að vera skemmtileg móment í gangi hjá Gróttu í allt sumar og ég held að Ási hafi ekki fengið það kredit sem hann á skilið með Fjölnisliðið, því það hafa orðið miklar breytingar hjá þeim og það var ekkert sjálfgefið eins og talað var um hjá þeim að þeir ættu bara að labba uppúr þessari deild. Hún (innsk: Inkasso-deildin) var bara mjög jöfn og skemmtileg þessi deild“.

“En við heilt yfir þokkalega sáttir en pínu súrir“.

Eins og Jón bendir á var þarna um að ræða einhverja bestu stigasöfnun Fram síðustu ára. Liðið hefur fundið sig í vissum öldudal ójafnvægis þar sem tíð stjórnarskipti, flakk á heimavelli og visst rótleysi hefur verið einkennandi.

„Við vorum ekki nálægt þessu í ár en það koma önnur lið inn í deildina að ári, bæði niður og upp svo hún verður ekki síður erfið á næsta ári reikna ég með en við ætlum okkur náttúrulega að byggja ofaná þetta og ná betri árangri en við gerðum í ár og þú nærð í raun ekkert mikið betri árangri heldur en að setja þá stefnuna upp – en við þurfum fyrst og fremst að setjast niður og horfa á mannskapinn okkar og hvernig staðan er og klára þau mál og skoða svo hvort við þurfum að bæta einhverju við til þess að vera samkeppnishæfir í deildinni á næsta ári“.

Viðtalið í heild sinni má nálgast í spilaranum hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner