Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 21. september 2020 09:55
Magnús Már Einarsson
Áhorfendur leyfðir á ný á Íslandi - Tekur strax gildi
Áhorfendur mega mæta á völlinn í kvöld.
Áhorfendur mega mæta á völlinn í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Eftir frekara samráð við sóttvarnaryfirvöld hefur KSÍ ákveðið að leyfa áhorfendur á leikjum í öllum flokkum og á öðrum viðburðum á vegum KSÍ í samræmi við gildandi lög og reglugerðir.

Ákvörðunin tekur strax gildi og nær því til þeirra leikja sem fara fram í dag, mánudag. Fjöldi leikja er á dagskrá í dag.

Áhorfendur voru tímabundið bannaðir á leikjum eftir klukkan 14:00 á laugardag en nú er ljóst að áhorfendur fá að mæta á ný, með takmörkunum.

Frekari útfærslur varðandi áhorfendafjölda munu koma fram í leiðbeiningum frá ÍSÍ, sem gefnar verða út síðar í dag.

Búast má við því að í leiðbeiningum ÍSÍ skuli börn fædd 2005 og síðar talin með í áhorfendafjölda og að sérsamband (KSÍ) fái til staðfestingar frá félögum sínum áætlaðan fjölda í hverju hólfi/hverju áhorfendasvæði og að í hverju hólfi séu að hámarki 200 manns (börn fædd 2005 og síðar þar með talin).

Leikir dagsins

Pepsi Max-deild karla
16:30 ÍA-Grótta (Norðurálsvöllurinn - Stöð 2 Sport)
19:15 Breiðablik-KR (Kópavogsvöllur - Stöð 2 Sport 3)
19:15 Fylkir-FH (Würth völlurinn)
19:15 Stjarnan-Valur (Samsungvöllurinn - Stöð 2 Sport)
20:00 Víkingur R.-HK (Víkingsvöllur)

Lengjudeild karla
16:30 ÍBV-Þór (Hásteinsvöllur - Stöð 2 Sport 3)
16:30 Keflavík-Þróttur R. (Nettóvöllurinn)
19:15 Afturelding-Víkingur Ó. (Fagverksvöllurinn Varmá)
19:15 Fram-Grindavík (Framvöllur)
Athugasemdir
banner
banner