Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 21. september 2020 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guardiola á eitt ár eftir - Segist vilja vera áfram
Pep Guardiola.
Pep Guardiola.
Mynd: Getty Images
Samningur Pep Guardiola við Manchester City rennur út eftir tímabilið en hann vill stýra félaginu lengur en það.

Guardiola hefur stýrt Man City frá 2016 og honum líður vel hjá félaginu. Guardiola hefur unnið ensku úrvalsdeildina tvisvar en á enn eftir að vinna Meistaradeildina.

Hann segist þurfa að vinna fyrir réttinum til að stýra félaginu áfram.

„Ég myndi elska að vera áfram hérna, en ég þarf að eiga það skilið," sagði Guardiola við blaðamenn.

Man City hefur nýtt tímabil í ensku úrvalsdeildinni í kvöld þegar liðið heimsækir Wolves. Liðið hafnaði í öðru sæti deildarinnar í fyrra.
Athugasemdir
banner
banner
banner