Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
   mán 21. september 2020 17:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sara Björk kosin besti miðjumaður Meistaradeildarinnar
Kvenaboltinn
Sara Björk Gunnarsdóttir hefur verið kosin besti miðjumaður Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð.

Sara hjálpaði bæði Wolfsburg og Lyon að komast í úrslitaleikinn. Hún spilaði fyrri hluta keppninnar með Wolfsburg og skipti svo yfir franska félagsins Lyon.

Lyon og Wolfsburg mættust í úrslitaleiknum, en þar hafði Lyon betur 3-1. Sara skoraði úrslitaleiknum.

Twitter reikningur Meistaradeildarinnar stóð fyrir kosningu á besta miðjumanni keppninnar og hafði Sara þar betur gegn Alexöndru Popp úr Wolfsburg og liðsfélaga sínum úr Lyon, Dzsenifer Marozsán.

Sara fékk tæplega 50 prósent atkvæða, en landsliðsfyrirliðinn verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu gegn Svíþjóð á morgun.

Sjá einnig:
Frá Haukum að Meistaradeildartitlinum


Athugasemdir