Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 21. september 2021 21:58
Fótbolti.net
Ingibjörg: Hefði bara átt að henda mér fyrir þetta
Icelandair
Ingibjörg stóð vaktina í hjarta íslensku varnarinnar og sat svo fyrir svörum á blaðamannafundi að leik loknum
Ingibjörg stóð vaktina í hjarta íslensku varnarinnar og sat svo fyrir svörum á blaðamannafundi að leik loknum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst við spila mjög vel í fyrri hálfleik. Við vorum að sækja vel og stoppa þær í því sem þær voru að gera. Síðan duttum við aðeins of neðarlega í seinni hálfleik og það var erfiðara að halda í boltann og finna sendingarnar í gegnum þær,“ sagði landsliðskonan Ingibjörg Sigurðardóttir eftir 2-0 tap gegn Evrópumeisturum Hollands. Um var að ræða fyrsta leik Íslands í undankeppni HM.

Lestu um leikinn: Ísland 0 -  2 Holland

Holland skoraði eitt mark í hvorum hálfleik en íslenska liðið átti nokkrar fínar sóknir. Sérstaklega í fyrri hálfleiknum.

„Það sem að gerði okkar leik góðan í fyrri hálfleik var að við náðum að halda liðinu þéttu og þegar vindurinn spilar með okkur þarf maður kannski að halda línunni aðeins hærri. En mér fannst við leysa þetta bara mjög vel. Allavegana löngu boltana sem komu. Það er gaman að geta spilað hátt með línuna og láta aðeins reyna á þær og hvað þær ætla að gera.“

„Þær skora tvö flott mörk en það er pirrandi að fá þau á sig. Auðvitað getur maður gert betur. Maður var nokkrum sinnum á móti Miedema og van de Donk og seldi sig þegar þær voru að taka skotfintur. Maður var að reyna að standa en stundum tekur maður rangar ákvarðanir og þarna hefði maður bara átt að henda sér fyrir þetta í fyrsta,“ sagði Ingibjörg og bætti við:

„Það er fullt af svona mómentum sem maður getur hugsað um eftir leik hvernig maður hefði getað gert hlutina öðruvísi. En þetta var pirrandi mark.“

Ingibjörg og félagar voru að kljást við nokkrar af skærustu knattspyrnustjörnum heims í kvöld og var spurð hvernig henni hefði fundist að mæta þeim.

„Það var bara skemmtilegt og auðvitað krefjandi. Maður nátturulega horfir á mikið af þessum stelpum vera að spila með sínum liðum og landsliðunum og maður hefur horft á þær lengi þannig að maður þekkir þær nokkuð vel þó að maður hafi ekki spilað á móti þeim öllum áður. En auðvitað er skemmtilegast að spila á móti bestu leikmönnunum og bera sig saman við þær. Það var krefjandi en mjög skemmtilegt,” sagði Ingibjörg Sigurðardóttir að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner