Mbappe fær frest frá Real Madrid - Richarlison á óskalista Sádi-Arabíu - Madueke vill yfirgefa Chelsea
   fim 21. september 2023 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Sambandsdeildin í dag - Breiðablik brýtur blað í sögunni
Breiðablik heimsækir Maccabi Tel Aviv
Breiðablik heimsækir Maccabi Tel Aviv
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
KÍ/Klaksvík mætir Slovan
KÍ/Klaksvík mætir Slovan
Mynd: Getty Images
Aston Villa spilar í E-riðli Sambandsdeildarinnar
Aston Villa spilar í E-riðli Sambandsdeildarinnar
Mynd: Getty Images
Breiðablik mun í kvöld brjóta blað í sögu karlafótboltans á Íslandi er liðið spilar sinn fyrsta leik í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu.

Lestu um leikinn: Maccabi Tel Aviv 3 -  2 Breiðablik

Blikar eru fyrsta karlaliðið sem tekur þátt í riðlakeppni Evrópu en liðið heimsækir Maccabi Tel Aviv í Ísrael.

Leikurinn er í B-riðli en liðin eigast við klukkan 19:00. Á sama tíma mætast Zorya og Genta í sama riðli.

Færeysku meistararnir í KÍ/Klaksvík eru einnig fyrsta færeyska liðið til að spila í riðlakeppni en liðið heimsækir Slovan í A-riðlinum. Sá leikur hefst einnig klukkan 19:00.

Enska úrvalsdeildarfélagið Aston Villa mætir þá Legia Varsjá í E-riðli.

Leikir dagsins:

A-riðill:
19:00 Slovan - KI Klaksvik

B-riðill
19:00 Zorya Luhansk-Gent (Arena Lublin)
19:00 Maccabi Tel Aviv-Breiðablik (Bloomfield Stadium)

C-riðill
19:00 Dinamo Zagreb - Astana
19:00 Plzen - Ballkani

D-riðill
19:00 Club Brugge - Besiktas
19:00 Lugano - Bodo-Glimt

E-riðill
16:45 Legia - Aston Villa
16:45 Zrinjski - AZ

F-riðill
16:45 Ferencvaros - Cukaricki
16:45 Genk - Fiorentina

G-riðill
16:45 Eintracht Frankfurt - Aberdeen
16:45 HJK Helsinki - PAOK

H-riðill
16:45 Fenerbahce - FC Nordsjaelland
16:45 Ludogorets - Spartak Trnava
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner