Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 21. október 2019 18:34
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Haringey og Yeovil mætast aftur næsta þriðjudag
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Leikmenn yfirgáfu völlinn í mótmælaskyni í kjölfarið á rasísku aðkasti sem markvörður Haringey Borough varð fyrir í bikarleik gegn Yeovil á laugardaginn.

Leik var hætt eftir að leikmenn yfirgáfu völlinn á 64. mínútu leiksins þegar staðan var 0-1 fyrir gestunum í Yeovil.

Í tilkynningu frá lögreglunni á svæðinu segir að tveir menn á þrítugsaldri hafi verið handteknir og málið sé enn í rannsókn.

Sjá einnig: Tveir handteknir eftir leikinn þar sem lið gekk af velli

Enska knattspyrnusambandið tilkynnti í dag að leikur liðanna yrði endurtekinn og færi fram næsta þriðjudag.

Fari svo að leikurinn endi með jafntefli fer leikurinn aftur fram annan þriðjudag, 5. nóvember.
Athugasemdir
banner
banner