Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 21. október 2019 11:23
Magnús Már Einarsson
Lallana skoraði aftur eftir langa bið: Hefur bara skorað í garðinum
Lallana fagnar marki sínu í gær.
Lallana fagnar marki sínu í gær.
Mynd: Getty Images
Adam Lallana skoraði sitt fyrsta mark í tvö og hálft ár þegar hann skoraði jöfnunarmark Liverpool gegn Manchester United í gær. Lallana hefur verið mikið meiddur undanfarin ár og síðasta mark hans fyrir leikinn í gær var gegn Middlesbrough í maí 2017.

„Ég held að síðasta mark hafi verið gegn Middlesbrough, var það ekki?" sagði brosandi Lallana eftir leik. „Ég hef skorað nokkur mörk gegn syni mínum úti í garði síðan þá, það var samt ekki næstum því eins gaman!"

Lallana hafði einungis spilað ellefu mínútur í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili áður en hann fékk tuttugu mínútur í leiknum á Old Trafford í gær.

„Ég er ánægður. Það er gott að leggja eitthvað til málanna. Ég tel að ég hafi verið í fínu formi í ár, sérstaklega eftir undirbúningstímabilið," sagði Lallana.

„Við erum hins vegar Evrópumeistarar. Við erum með topp hóp og ég þurfti að bíða þolinmóður eftir tækifæri. Ég er ánægður með að hafa komið inn á og náð að hafa svona áhrif."

„Þetta er langt tímabil. Við eigum HM félagsliða framundan, við eigum leik í deildabikarnum í næstu viku, Meistaradeildinni í þessari viku og í ensku úrvalsdeildinni um helgina."

„Þó að ég hafi ekki byrjað neinn af fyrstu níu deildarleikjunum þá þýðir það ekki að ég muni ekki spilan stóran þátt í þessu liði. Fótbolti er fyndinn leikur."

„Síðustu tvö ár höfum við farið í úrslit Meistaradeildarinnar með hámark fjóra heila miðjumenn. Ég þarf að haldast heill, vera sterkur og tilbúinn, Þar er einbeiting mín."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner