Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 21. október 2019 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rooney búinn að leika sinn síðasta leik í MLS
Mynd: Getty Images
Ferill Wayne Rooney í MLS-deildinni endaði ekki nægilega vel. Tímabilið hjá DC United kláraðist með 5-1 tapi gegn Toronto eftir framlengingu, seint á laugardagskvöld.

DC United með Toronto í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Staðan var 1-1 að loknum venjulegum leiktíma, en Lucas Rodriguez jafnaði fyrir DC á 93. mínútu.

Það þurfti að framlengja, en í framlengingunni valtaði Toronto yfir Rooney og félaga. Toronto skoraði fjögur mörk á 12 mínútum og vann leikinn 5-1.

Þetta er annað árið í röð sem DC United nær ekki að komast áfram úr fyrstu umferð úrslitakeppninnar.

Hinn 33 ára gamli Rooney endaði leikinn á bekknum, honum var skipt af velli í framlengingunni. Þetta var síðasti leikur Rooney með DC United, en hann heldur núna aftur til Englands þar sem hann mun ganga í raðir Derby County í Championship-deildinni. Hann mun spila með liðinu og einnig verður hann í þjálfarateyminu.

Hann mun byrja að spila með Derby í janúar.

Rooney er bæði markahæstur í sögu Manchester United og enska landsliðsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner