Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   mið 21. október 2020 13:00
Magnús Már Einarsson
Lampard: Mendy er númer eitt
Frank Lampard, stjóri Chelsea, er ánægður með það hvernig Edouard Mendy hefur byrjað hjá félaginu.

Mendy kom til Chelsea frá Rennes í sumar en hann hélt hreinu í markalausu jafntefli gegn Sevilla í Meistaradeildinni í gær.

Kepa Arrizabalaga varði markið í 3-3 jafntefli gegn Southampton um helgina þar sem Mendy var meiddur. Mendy sneri síðan aftur í gær og Lampard segir að hann sé markvörður númer eitt hjá sér.

„Í augnablikinu já, hann hefur sýnt gæði sín. Hann hefur spilað mjög vel og haldið tvívegis hreinu nú þegar," sgaði Lampard eftir leikinn í gær.

„Eins og staðan er þá er hann númer eitt en það er alltaf hægt að grípa stöðuna. Ég er mjög ánægður með spilamennsku hans."
Athugasemdir
banner
banner