Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 21. október 2021 10:06
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Vísir 
Labbaði að Pálma og spurði hvort hann ætlaði að taka í sama hornið
Ingvar Jónsson átti stóran þátt í því að Víkingur vann Íslands- og bikarmeistaratitilinn á liðnu tímabili.
Ingvar Jónsson átti stóran þátt í því að Víkingur vann Íslands- og bikarmeistaratitilinn á liðnu tímabili.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Pálmi Rafn Pálmason.
Pálmi Rafn Pálmason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eitt rosalegasta atvik Íslandsmótsins í sumar var þegar Ingvar Jónsson, markvörður Víkinga, varði vítaspyrnu frá Pálma Rafni Pálmasyni í uppbótartíma í 2-1 sigri gegn KR.

Sigurinn fór langleiðina með að koma Íslandsmeistaratitlinum til Víkinga.

Í hlaðvarpsþættinum Einn á einn segir Ingvar frá því að hann hafi verið búinn undir það að KR fengi víti í leiknum.

Hann hafi þó búist við því að Kjartan Henry Finnbogason tæki vítið en Kjartan fékk að líta rautt áður en vítið var tekið á Meistaravöllum.

Pálmi tók vítið, Ingvar fór í rétt horn og átti þessa gríðarlega mikilvægu vörslu.

„Það vissu líklega allir sem fylgjast með fótbolta að hann er búinn að skjóta í þetta horn, búið að taka þetta fyrir í Pepsi Max Mörkunum og sýna þetta á korti þar," segir Ingvar í viðtali við Kristján Óla Sigurðsson.

„Ég hafði einhverja smá tilfinningu fyrir því að KR fengi víti í þessum leik. Svo í aðdragandanum, þetta var mikill hasar og það leið langur tími, þá labbaði ég upp að Pálma og tók svona utan um bringuna á honum og spurði hvort hann ætlaði að taka í sama hornið. Hann svaraði eiginlega engu og var bara eitthvað að hugsa."

„Ég man að ég var eiginlega búinn að ákveða að fara í hitt hornið því ég trúði því ekki að hann myndi virkilega skjóta í sama hornið. Svo rétt áður þá hugsaði ég að ég gæti aldrei fyrirgefið mér ef ég fer til vinstri og hann skýtur til hægri og við töpum titlinum á þessu," sagði Ingvar. Pálmi skaut í sama horn og venjulega og Ingvar varði.
Athugasemdir
banner
banner
banner