Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 21. nóvember 2019 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: mbl 
Bröndby sagt vilja selja Hjört í vetur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenski landsliðsmaðurinn Hjörtur Hermannsson gæti verið á förum frá danska stórveldinu Bröndby ef marka má frétt frá danska blaðinu BT, sem mbl greindi frá fyrr í dag.

Í fréttinni kemur fram að Bröndby vilji losa sig við Hjört í janúar til að fá pening fyrir hann, eða um 4-5 milljónir danskra króna sem jafngldir 73-92 milljónum íslenskra króna.

Hjörtur er gríðarlega reynslumikill þrátt fyrir að vera aðeins 24 ára. Hann á 14 A-landsleiki að baki og næstum 60 fyrir yngri landsliðin, en hann þótti gífurlegt efni á sínum tíma.

Hann er fjölhæfur varnarmaður og hefur spilað langt yfir 100 leiki fyrir félagið, ýmist sem miðvörður eða bakvörður.

Bröndby er í þriðja sæti dönsku deildarinnar sem stendur og er Hjörtur búinn að spila flesta leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner