Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 21. nóvember 2019 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Mancini segir Kean að finna sér nýtt félag í janúar
Mynd: Getty Images
Ítalía hefur verið að gera góða hluti frá því að Roberto Mancini tók við og rúllaði landsliðið gjörsamlega yfir riðilinn sinn í undankeppni fyrir EM á næsta ári.

Ítalir eru því í hæsta styrkleikaflokki fyrir dráttinn en geta mætt stórliðum á borð við Belgíu og Portúgal sem eru í næstu styrkleikaflokkum fyrir neðan. Portúgalir eru í þriðja flokki þrátt fyrir að vera ríkjandi Evrópumeistarar.

Mancini er, líkt og margir aðrir, ekki sáttur með hvernig er dregið í riðla fyrir EM á næsta ári.

„Það er órökrétt að setja Portúgal í styrkleikaflokk 3. Þetta er eitt af bestu liðum Evrópu og ríkjandi meistarar," sagði Mancini, sem var svo spurður út í möguleika Moise Kean að komast í lokahópinn fyrir EM.

„Ég vona að hann finni sér félag sem gefur honum spiltíma. Þetta er leikmaður sem getur komist í hópinn fyrir EM en það veltur allt á því hvað hann gerir þar til í maí."

Hinn 19 ára gamli Kean gekk í raðir Everton í sumar en hefur ekki tekist að festa sig í sessi í byrjunarliðinu.

Hann er búinn að gera 2 mörk í 3 A-landsleikjum með Ítalíu en hefur ekki tekist að skora úrvalsdeildarmark í níu tilraunum.

Kean gerði 6 mörk í 13 deildarleikjum hjá Juventus á síðustu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner