Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 21. nóvember 2019 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho ætlaði aldrei að taka við Spurs - „Áður en ég var rekinn"
Jose Mourinho.
Jose Mourinho.
Mynd: Getty Images
Tottenham er í 14. sæti og hefur byrjað tímabilið illa.
Tottenham er í 14. sæti og hefur byrjað tímabilið illa.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho er mættur aftur í ensku úrvalsdeildina og hefur það glatt margan manninn - enda fáir skemmtilegri í fjölmiðlum.

Mourinho var ráðinn sem nýr þjálfari Tottenham eftir brottrekstur Mauricio Pochettino í gær. Hann mun stýra sínum fyrsta leik gegn West Ham á laugardaginn.

Árið 2015 sagði Mourinho að hann myndi aldrei þjálfa Tottenham af virðingu við Chelsea. Mourinho hefur þjálfað Chelsea í tvígang og gert félagið þrisvar sinnum að Englandsmeisturum.

Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham, reyndi að fá Mourinho til að taka við Tottenham árið 2007, en þá gat sá portúgalski ekki tekið að sér starfið.

„Ég gat ekki tekið við starfinu vegna þess að ég elska Chelsea stuðningsmenn of mikið," sagði Mourinho í viðtali við fjórum árum.

Nú er hann hins vegar tekinn við Tottenham, hvað breyttist? Mourinho var spurður að því á fréttamannfundi í dag.

„Það var áður en ég var rekinn," sagði Mourinho léttur.

„Þetta er nútímafótbolti. Hvað varðar leikmenn þá breytti Bosman-reglan öllu. Hvað varðar þjálfarana, þá er það ykkur (fjölmiðlum) að kenna að við erum búnir að missa stöðugleikann."

„Samböndin eru fljót að breytast. Leikmenn geta orðið þreyttir á hvorum öðrum, þeir geta orðið þreyttir á knattspyrnustjóranum. Allt gerist hraðar."

„Manchester United átti stað í hjarta mínu jafnvel þó að það hafi verið hlutir sem ég hafi ekki kunnað við. Ég elskaði svo marga hluti þar, stuðningsmennina, fólkið sem vann hjá félaginu. Núna snýst þetta um Spurs og ég vona að ég geti verið mjög, mjög ánægður hérna og gert fólk ánægt."

„Ef það er einhver í heiminum sem vill að Spurs vinni og nái árangri - það er enginn sem vill það meira en ég. Kannski einhver sem vill það jafnmikið, en ekki meira."

„Chelsea er fortíðin, frábær fortíð, en það er fortíðin."

Tottenham er í 14. sæti og hefur byrjað tímabilið illa. Hann telur að Spurs geti barist um titilinn á næsta tímabili.

„Við getum ekki unnið ensku úrvalsdeildina á þessu tímabili. Við getum - ég er ekki að segja að við munum gera það - en við getum unnið deildina á næsta tímabili."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner