Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   fim 21. nóvember 2019 16:03
Magnús Már Einarsson
Mourinho segist hógvær: Ég mun ekki gera sömu mistök
Jose Mourinho, nýráðinn stjóri Tottenham, segist hafa nýtt ellefu mánaða frí frá fótbolta til að læra af mistökum sínum.

Mourinho var rekinn frá Manchester United í desember í fyrra en hann er nú mættur til starfa hjá Tottenham.

„Ég er hógvær. Ég er nægilega hógvær til að greina ferilinn minn. Ekki bara síðasta ár heldur allan ferilinn, þróunina, vandamálin og lausnirnar. Ég reyni ekki að kenna neinum öðrum um," sagði Mourinho á fréttamannafundinum í dag.

„Ég áttaði mig á því að ég gerði mistök. Ég ætla ekki að gera sömu mistök. Ég mun gera mistök en ekki þau sömu."

Tottenham er í 14. sæti í ensku úrvalsdeildinni en liðið mætir West Ham í hádeginu á laugardag.
Athugasemdir
banner