lau 21. nóvember 2020 17:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Championship: Jón Daði kom inn á - Norwich efst og Derby neðst
Jón Daði spilaði 15 mínútur fyrir Milwall.
Jón Daði spilaði 15 mínútur fyrir Milwall.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Norwich er á toppi deildarinnar.
Norwich er á toppi deildarinnar.
Mynd: Getty Images
Rooney er spilandi þjálfari hjá Derby eftir að Philip Cocu var rekinn. Hann spilaði í 1-0 tapi gegn Bristol City.
Rooney er spilandi þjálfari hjá Derby eftir að Philip Cocu var rekinn. Hann spilaði í 1-0 tapi gegn Bristol City.
Mynd: Getty Images
Jón Daði Böðvarsson kom inn á sem varamaður þegar stundarfjórðungur var eftir af venjulegum leiktíma er Milwall gerði jafntefli við Cardiff í Championship-deildinni.

Leikurinn endaði 1-1 en Cardiff jafnaði stuttu eftir að Jón kom inn á. Milwall er í níunda sæti með 18 stig, fjórum stigum frá umspili.

Reading fór frábærlega af stað í deildinni en liðið hefur núna tapað fjórum í röð. Reading tapaði 4-2 fyrir Bournemouth í dag eftir að hafa leitt 2-0 í hálfleik.

Norwich og Bournemouth, tvö lið sem féllu á síðustu leiktíð, eru sem stendur í tveimur efstu sætum deildarinnar; Norwich á toppnum og Bournemouth í öðru sæti. Watford, sem féll með þeim, er í fimmta sæti, tveimur stigum frá toppnum. Það munar aðeins þremur stigum á toppliði Norwich og liðinu í sjöunda sæti, Stoke.

Á hinum enda töflunnar er Derby í miklum vandræðum. Wayne Rooney var þjálfari inn á vellinum og Liam Rosenior á hliðarlínunni þegar Derby tapaði fyrir Bristol City, 1-0. Derby er á botni deildarinnar með sex stig úr 12 leikjum.

Sheffield Wednesday er einnig með sex stig, en liðið tapaði sínum fyrsta leik í stjóratíð Tony Pulis í dag, 1-0 gegn Preston.

Bournemouth 4 - 2 Reading
0-1 Lucas Joao ('4 , víti)
0-2 Sone Aluko ('43 )
1-2 Dominic Solanke ('56 )
2-2 Arnaut Danjuma ('59 )
3-2 Lewis Cook ('77 )
4-2 Dominic Solanke ('89 )

Barnsley 2 - 0 Nott. Forest
1-0 Callum Styles ('85 )
2-0 Cauley Woodrow ('88 )

Bristol City 1 - 0 Derby County
1-0 Famara Diedhiou ('78 )

Luton 1 - 1 Blackburn
1-0 Luke Berry ('68 )
1-1 Sam Gallagher ('71 )

Middlesbrough 0 - 1 Norwich
0-0 Marcus Tavernier ('52 , Misnotað víti)
0-1 Teemu Pukki ('73 , víti)

Millwall 1 - 1 Cardiff City
1-0 Matt Smith ('35 )
1-1 Kieffer Moore ('79 )

Preston NE 1 - 0 Sheffield Wed
1-0 Tom Barkhuizen ('48 )
Rautt spjald: Josh Windass, Sheffield Wed ('18)

QPR 1 - 1 Watford
0-1 Ben Wilmot ('2 )
1-1 Ilias Chair ('77 )

Stoke City 4 - 3 Huddersfield
0-1 Carel Eiting ('24 )
1-1 Tyrese Campbell ('31 )
2-1 Tyrese Campbell ('33 )
2-2 Isaac Mbenza ('40 )
3-2 Richard Stearman ('45 , sjálfsmark)
4-2 Samuel Clucas ('57 )
4-3 Naby Sarr ('60 )

Swansea 1 - 0 Rotherham
1-0 Matt Grimes ('28 )

Wycombe Wanderers 0 - 0 Brentford
Athugasemdir
banner
banner
banner