lau 21. nóvember 2020 14:31
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guðný Árna hugsanlega lánuð til Napoli frá Milan
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðný Árnadóttir, varnarmaður Vals, er á leið til AC Milan á Ítalíu. Hún mun ganga í raðir Milan en fara svo til Napoli á láni samkvæmt heimildum DonneNelPallone, vefsíðu sem fjallar um kvennafótbolta á Ítalíu.

Fram kemur á vefmiðlinum að Guðný muni líklega gera langan samning við Milan og hún muni klár tímabilið með Napoli.

Milan er í öðru sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar og Napoli er á botni deildarinnar með eitt stig. Markvörðurinn Selma Líf Hlífarsdóttir var á mála hjá Napoli á síðasta tímabili.

Hin tvítuga Guðný er uppalin hjá FH en var að klára sitt annað tímabil með Val. Hún varð Íslandsmeistari með Val í fyrra.

Hún er annar íslenski leikmaðurinn sem fer til AC Milan í ár en Beglind Björg Þorvaldsdóttir lék með liðinu á láni í vor. Berglind er núna hjá Le Havre í Frakklandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner