Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 21. nóvember 2021 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Katla Tryggvadóttir í Þrótt R. (Staðfest)
Mynd: Þróttur R.
Katla Tryggvadóttir gerði í gær tveggja ára samning við Þrótt R. en hún kemur til félagsins frá Val. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þrótturum.

Katla er fædd árið 2005 og uppalin í Val en hún spilaði fimm leiki með liðinu í Pepsi Max-deildinni á nýafstöðnu tímabili er liðið varð Íslandsmeistari.

Hún lék þá með KH, venslaliði Vals, í 2. deildinni og skoraði 6 mörk í 4 leikjum í sumar.

Katla á einnig sex leiki að baki fyrir yngri landslið Íslands og er um afar efnilegan leikmann að ræða.

Hún heldur nú í Laugardalinn og hefur gert tveggja ára samning við Þrótt R. en liðið hafnaði í 3. sæti Pepsi Max-deildarinnar á síðustu leiktíð.

„Katla Tryggvadóttir er gríðarlega spennandi leikmaður að okkar mati,“ segir Kristján Kristjánsson formaður knd. Þróttar. „Hún er enn eitt púslið í uppbyggingu kvennaliðs Þróttar og á eftir að færa liðinu mikið með þeim hæfileikum sem hún býr að. Okkur Þróttara hlakkar til að vinna með Kötlu næstu árin innan og utan vallar."
Athugasemdir
banner
banner
banner