Það eru miklar sögusagnir í gangi um það hver taki við Manchester United næst eftir að Ole Gunnar Solskjær var rekinn fyrr í dag.
Eitt af þeim nöfnum sem hefur lengi verið orðað við Man Utd er Argentínumaðurinn Mauricio Pochettino. Hann hefur verið orðaður við United í mörg ár.
Sky Sports gengur svo langt að segja að Pochettino sé efstur á óskalista Man Utd.
Þar kemur einnig fram að Erik ten Hag, stjóri Ajax í Hollandi, sé kostur númer tvö hjá enska stórliðinu.
Það sem gerir málið flókið er að Pochettino er samningsbundinn Paris Saint-Germain í Frakklandi. United þyrfti að sannfæra hann um að hætta þar og koma aftur til Englands, þar sem hann stýrði Tottenham áður.
Man Utd stefnir á að ráða bráðabirgðastjóra út tímabilið og ráða svo stjóra til framtíðar næsta sumar.
Athugasemdir