Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 21. desember 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Leiðtoginn Mbappe hélt þrumuræðu í hálfleik - „Þetta er einu sinni á fjögurra fresti"
Kylian Mbappe
Kylian Mbappe
Mynd: EPA
Kylian Mbappe, leikmaður franska landsliðsins, hélt þrumuræðu í hálfleik er Frakkland var tveimur mörkum undir gegn Argentínu í úrslitaleik HM.

Lionel Messi og Angel Di María skoruðu mörk Argentínu í fyrri hálfleik þar sem argentínska liðið var með öll völd á vellinum.

Þegar gengið var til búningsherbergja var Mbappe nóg boðið og reyndi hann að koma sínum mönnum í gang.

„Þetta getur ekki orðið mikið verra en það sem við gerðum. Við förum aftur á völlinn og annað hvort leyfum við þeim að spila eða við förum inn í einvígin af ákefð og gerum eitthvað allt annað,“ sagði Mbappe.

„Þetta er úrslitaleikur HM. Þetta er klárt. Þeir skoruðu tvö mörk, við erum tveimur mörkum undir, en við getum komið til baka. Fjandinn hafi það strákar, þetta er einu sinni á fjögurra ára fresti,“ sagði hann áður en leikmenn héldu aftur út á völl.

Mbappe sá svo til þess sjálfur að koma Argentínu aftur inn í leikinn með tveimur mörkum. Argentína komst aftur yfir í framlengingu en Mbappe fullkomnaði þrennu sína með marki úr vítaspyrnu.

Þó liðið hafi tapað eftir vítakeppni hafði þessi ræða greinileg áhrif á hópinn og gerði þetta að rosalegasta úrslitaleik í sögu mótsins.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner