Óttar Magnús Karlsson, framherji Venezia á Ítalíu, verður frá keppni næstu sex vikurnar.
Rifa kom í vöðva í kálfa hjá Óttari og verður hann því frá keppni fram í mars.
Rifa kom í vöðva í kálfa hjá Óttari og verður hann því frá keppni fram í mars.
Venezia keypti hinn 23 ára gamla Óttar frá Víkingi R. síðastliðið sumar eftir að hann hafði raðað inn mörkum í Pepsi Max-deildinni.
Hann hefur á þessu tímabili skorað eitt mark í tíu leikjum með Venezia í Serie B.
Venezia siglir lygnan sjó um miðja deild en Bjarki Steinn Bjarkason er einnig á mála hjá liðinu.
Athugasemdir