Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
   fös 22. janúar 2021 10:10
Magnús Már Einarsson
Tomori á leið í læknisskoðun hjá AC Milan
AC Milan hefur náð samkomulagi við Chelsea um að fá Fikayo Tomori á láni út tímabilið.

Tomori fer til Ítalíu síðar í dag þar sem hann mun fara í læknisskoðun.

Í samningnum er klásúla um að AC Milan geti keypt Tomori á 25 milljónir punda í sumar.

Hinn 23 ára gamli Tomori hefur lítið spilað með Chelsea á þessu tímabii en hann mun nú fara í titilbaráttuna á Ítalíu með AC Milan.
Athugasemdir