lau 22. janúar 2022 15:35
Brynjar Ingi Erluson
Ferguson: Þetta er rangt og ekki eitthvað sem ég sætti mig við
Duncan Ferguson og Lucas Digne heilsast í leikslok
Duncan Ferguson og Lucas Digne heilsast í leikslok
Mynd: Getty Images
Skoski stjórinn Duncan Ferguson var allt annað en sáttur með stuðningsmenn félagsins í 1-0 tapinu gegn Aston Villa á Goodison Park í dag.

Stuðningsmenn voru búnir að undibúa mótmæli en það er kallað eftir því að Bill Kenwright og aðrir stjórnarmeðlimir segi sig úr stjórninni.

Mönnum var greinilega heitt í hamsi því auk þess var baulað á Lucas Digne, fyrrum leikmann félagsins og svo var kastað flöskum og öðrum aðskotahlutum í leikmenn Villa er liðið skoraði undir lok fyrri hálfleiks.

„Það er ekki fallegt að sjá stuðningsmenn bregðast svona við. Ég sá ekki þetta atvik en ég get ekki samþykkt svona hegðun. Þetta er rangt og þeir eiga ekki að vera að gera þetta," sagði Ferguson um stuðningsmennina.

Hann var sáttur með flest úr leiknum en það vantaði bara að skora úr færunum sem liðið fékk.

„Við erum vonsviknir með úrslitin. Við vorum ekki alveg með hlutina á hreinu í fyrri hálfleiknum en í þeim síðari gáfum við allt en boltinn vildi bara ekki í netið."

„Það var ekkert í þessum leik í raun en í seinni hálfleik vorum við mikið betri og hefðu átt að klára eitt af þessum færum. Það hefur gengið vel á æfingum og þeir hafa lagt sig mikið fram og gerðu það líka í dag. Ég er ánægður með þá fyrir utan úrslitin auðvitað en við verðum að koma okkur á réttan kjöl því við erum farnir að færa okkur niður töfluna. Þannig við verðum að ná í úrslit sem fyrst."

Athugasemdir
banner
banner
banner