Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   mið 22. janúar 2025 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Chelsea að bæta heimsmetið
Naomi Girma.
Naomi Girma.
Mynd: Getty Images
Chelsea hefur komist að samkomulagi við San Diego Wave í Bandaríkjunum um kaup á miðverðinum Naomi Girma.

Um er að ræða heimsmetsfé í kvennaboltanum en kaupverðið er um 1,1 milljón dollara.

Búist er við því að Girma mæti til London í læknisskoðun seinna í þessari viku.

Girma er 24 ára gömul á að baki 44 landsleiki fyrir ógnarsterkt lið Bandaríkjanna.

Núverandi heimsmetsfé í kvennaboltanum 860 þúsund dollarar en Bay FC borgaði það til að kaupa framherjann Rachel Kundananji frá Madrid CFF. Það hefur gerst nokkuð reglulega upp á síðkastið að þetta met sé bætt.
Athugasemdir
banner
banner