Sautján ára strákur var handtekinn eftir hræðileg skilaboð sem Kai Havertz, leikmaður Arsenal, og eiginkona hans fengu á samfélagsmiðlum.
Hann hefur verið leystur úr haldi á meðan rannsókn heldur áfram, að sögn lögreglunnar í Hertfordskíri.
Hann hefur verið leystur úr haldi á meðan rannsókn heldur áfram, að sögn lögreglunnar í Hertfordskíri.
Eiginkona Havertz, Sophia, sagði frá því eftir tap Arsenal gegn Manchester United fyrr í þessum mánuði að hún hefði fengið hræðileg skilaboð á samfélagsmiðlum.
Meðal annars var fólk að hóta ófæddu barni þeirra lífláti. Kai og Sophia hafa verið saman síðan 2018 og giftu sig á síðasta ári. Sophia tilkynnti í nóvember að hún væri ólétt.
Þýski leikmaðurinn fékk færi til að tryggja Arsenal sigurinn í leiknum og svo var vítaspyrna hans varin í vítakeppni en Manchester United vann bikarleik liðanna 5-3 í vítakeppni eftir 1-1 jafntefli.
Athugasemdir