Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 22. febrúar 2021 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klopp eða Klinsmann? - Bayern íhugaði að ráða Klopp
Jurgen Klopp.
Jurgen Klopp.
Mynd: Getty Images
Karl-Heinz Rummenigge, stjórnarformaður Bayern München, segir að félagið hafi íhugað að ráða Jurgen Klopp til starfa sumarið 2008.

Jurgen Klinsmann fékk starfið eftir að Ottmar Hitzfeld ákvað að stíga til hliðar. Klinsmann entist hins vegar í níu mánuði.

Ef og hefði er stundum sagt, en hvernig hefði farið ef Klopp hefði fengið starfið? Klopp var nýhættur sem þjálfari Mainz og Bayern ræddi við hann.

„Ég var að hluta til ábyrgur fyrir ráðningunni á Jürgen Klinsmann sem þjálfara. Því miður gekk það ekki upp... það var ekki góð ákvörðun fyrir báða aðila," sagði Rummenigge við ZDF Sport.

„Uli (Hoeness, þáverandi forseti félagsins) ræddi við Klopp á þeim tíma. Við urðum að vera fljótir að taka ákvörðun og samþykktum að ráða Jurgen (Klinsmann)."

Klopp tók við Borussia Dortmund það sama sumar þar sem hann vann þýsku úrvalsdeildina tvisvar og þýska bikarinn einu sinni. Hann er núna stjóri Liverpool á Englandi þar sem hann hefur unnið ensku úrvalsdeildina einu sinni og Meistaradeildina einu sinni. Hann hefur verið orðaður við stjórastarfið hjá Bayern í gegnum tíðina en hvort það verði einhvern tímann eitthvað af því, það verður að koma í ljós.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner