Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 22. febrúar 2024 21:41
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Torino fór illa með færin gegn Lazio
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Torino 0 - 2 Lazio
0-1 Matteo Guendouzi ('51)
0-2 Danilo Cataldi ('57)
Rautt spjald: Mario Gila, Lazio ('79)

Torino og Lazio áttust við í eina leik kvöldsins í ítalska boltanum þar sem liðin voru að spila leik sem var frestað fyrr í vetur.

Staðan var markalaus í leikhlé en heimamenn í Tórínó voru talsvert sterkari aðilinn og óheppnir að koma boltanum ekki framhjá Ivan Provedel og í netið.

Leikurinn jafnaðist út í síðari hálfleik en gestirnir nýttu færin sín mun betur, þar sem Matteo Guendouzi og Danilo Cataldi skoruðu eftir sendingar frá Luis Alberto.

Þeir skoruðu með sex mínútna millibili í fyrrihluta seinni hálfleiksins og var Torino sterkari aðilinn eftir það, en áfram áttu heimamenn í erfiðleikum með að setja boltann í netið.

Mario Gila fékk að líta rauða spjaldið í liði Lazio á lokakaflanum en lokatölur urðu 0-2.

Lazio er í sjöunda sæti eftir þennan sigur, einu stigi frá Evrópusæti. Torino er fjórum stigum á eftir Lazio.
Athugasemdir
banner
banner