Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
Brynjar Björn: Fáum þrjú mörk á okkur og Fjölnir fær varla færi í leiknum
Úlfur: Þeir eru miklir svampar
Reynir Haralds: Við hlógum að því
„Markmiðið er að komast í umspil og fara upp“
Bestur í Mjólkurbikarnum: Töfrar gegn einu besta liði landsins
Haraldur Einar: Hefði ekkert verið hrikalegt að vera áfram í FH
Gaman að vera hluti af sérstökum díl í íslenskri knattspyrnu
Súrsæt tilfinning eftir sigur - „Getum betur og eigum að gera betur“
Varð aldrei stressaður - „Leikurinn gat farið hvernig sem er“
Hetja Garðbæinga: Þetta var helvíti laust en inn fór hann
Rúnar Páll kaldhæðinn: Ég fæ alltaf spjald - Elska þessa nýju línu
Rúnar: Viktor er markaskorari af guðs náð
Arnar: Erum búnir að misstíga okkur í tvígang og gerum það aftur hér
Gregg Ryder svekktur: Guy þarf að vera ofarlega á vellinum
Dóri skýtur á fyrrum lærisvein: Fannst Wöhlerinn dýfa sér
Leið eins og í Keanu Reeves mynd - „Serbinn þarf bara aðeins að róa sig“
Axel urðaði yfir Patrik - „Bara ástríða"
Damir: Ekki sama þegar einhver er að meiða liðsfélaga minn viljandi
Aron Elís um vítaspyrnudóminn: Hann rænir upplögðu marktækifæri og það er bara rautt spjald
Haddi: Við eigum mögulega að fá 2-3 víti
   mið 22. mars 2017 08:00
Hafliði Breiðfjörð
Parma
Arnór Ingvi: Gæti spilað 90 mín ef þess þarf
Icelandair
Arnór Ingvi á landsliðsæfingu í gær.
Arnór Ingvi á landsliðsæfingu í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líst mjög vel á þetta, það eru tveir skemmtilegir leikir, Kosovo og Írland en ef við lítum á Kosovo fyrst þá verður það erfiður leikur, þetta er nýtt lið," sagði Arnór Ingvi Traustason kantmaður Íslands á æfingu landsliðsins í dag en liðið mætir Kosovo í undankeppni HM á föstudaginn og svo Írum í vináttulandsleik á þriðjudaginn.

„Kosovo eru með marga góða leikmenn og eru búnir að smala nýjum leikmönnum og eru ennþá að. Það er einn í Salzburg sem ég hef spilað við. Hann er mjög góður leikmaður. Þeir eru að sanka að sér leikmönnum og það verður alls ekkert vanmat okkar megin.

Arnór Ingvi hefur verið frá keppni með félagsliði sínu, Rapid Vín, að undanförnu vegna meiðsla en segist vera klár í slaginn á föstudaginn.

„Jájá, það er búin að vera smá óheppni hjá mér, ég var tæklaður illa fyrst og fékk beinmar og blæðingu í hné. Í síðasta leik var svo traðkað á mér í tvígang og ég er með bólgur á tánum. Annars er þetta í lagi. Ég gæti spilað 90 mínútur ef þess þarf."

Arnór Ingvi hafði átt frábæra tíma með Norrkoping í Svíþjóð áður en hann gekk í raðir Rapid Vín í fyrrasumar. Hann hefur átt erfitt uppdráttar þar.

„Þetta er búið að vera öðruvísi á marga vegu í Austurríki, allt öðruvísi en Svíþjóð og svo bætist ofan á það að við erum ekki að spila vel. Það hafa verið þrír þjálfarar síðan ég kom og íþróttastjórinn er farinn. Það er allt í rugli þarna sem við þurfum að rífa okkur uppúr. Þetta er ekki bara hjá okkur leikmönnum heldur er þetta stærra vandamál."

„Ég er vanur að segja við sjálfan mig að ég sjái ekki eftir hlutum. Ég er hér í dag og þarf að vinna mig út úr því. En þetta er mál sem við þurfum að finna út úr. Þetta er miklu stærra en við leikmennirnir bara ráðum við. Það er ekkert sem ég hefði getað séð fyrir. Mér líst vel á þjálfarann sem fékk mig en eftir að hann fór finnst mér þetta hafa farið niður á við."


Nánar er rætt við Arnór Ingva í sjónvarpinu að ofan.

Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner