Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
Á tvo fulltrúa í íslenska liðinu - „Átti alveg von á því að hún yrði í þessum sporum"
Þorgerður Katrín: Ég hef alveg upplifað það verra
Pabbi Karólínu: Hún hafði einhverja áru yfir sér
Goðsögnin Ásta B: Þetta eru bara heimsklassa leikmenn
Kærasti Glódísar: Eigum við ekki bara að segja að það komi í ljós?
„Erfiðara að horfa á börnin mín en þegar ég var sjálf að spila"
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
   mið 22. mars 2017 08:00
Hafliði Breiðfjörð
Parma
Arnór Ingvi: Gæti spilað 90 mín ef þess þarf
Icelandair
Arnór Ingvi á landsliðsæfingu í gær.
Arnór Ingvi á landsliðsæfingu í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líst mjög vel á þetta, það eru tveir skemmtilegir leikir, Kosovo og Írland en ef við lítum á Kosovo fyrst þá verður það erfiður leikur, þetta er nýtt lið," sagði Arnór Ingvi Traustason kantmaður Íslands á æfingu landsliðsins í dag en liðið mætir Kosovo í undankeppni HM á föstudaginn og svo Írum í vináttulandsleik á þriðjudaginn.

„Kosovo eru með marga góða leikmenn og eru búnir að smala nýjum leikmönnum og eru ennþá að. Það er einn í Salzburg sem ég hef spilað við. Hann er mjög góður leikmaður. Þeir eru að sanka að sér leikmönnum og það verður alls ekkert vanmat okkar megin.

Arnór Ingvi hefur verið frá keppni með félagsliði sínu, Rapid Vín, að undanförnu vegna meiðsla en segist vera klár í slaginn á föstudaginn.

„Jájá, það er búin að vera smá óheppni hjá mér, ég var tæklaður illa fyrst og fékk beinmar og blæðingu í hné. Í síðasta leik var svo traðkað á mér í tvígang og ég er með bólgur á tánum. Annars er þetta í lagi. Ég gæti spilað 90 mínútur ef þess þarf."

Arnór Ingvi hafði átt frábæra tíma með Norrkoping í Svíþjóð áður en hann gekk í raðir Rapid Vín í fyrrasumar. Hann hefur átt erfitt uppdráttar þar.

„Þetta er búið að vera öðruvísi á marga vegu í Austurríki, allt öðruvísi en Svíþjóð og svo bætist ofan á það að við erum ekki að spila vel. Það hafa verið þrír þjálfarar síðan ég kom og íþróttastjórinn er farinn. Það er allt í rugli þarna sem við þurfum að rífa okkur uppúr. Þetta er ekki bara hjá okkur leikmönnum heldur er þetta stærra vandamál."

„Ég er vanur að segja við sjálfan mig að ég sjái ekki eftir hlutum. Ég er hér í dag og þarf að vinna mig út úr því. En þetta er mál sem við þurfum að finna út úr. Þetta er miklu stærra en við leikmennirnir bara ráðum við. Það er ekkert sem ég hefði getað séð fyrir. Mér líst vel á þjálfarann sem fékk mig en eftir að hann fór finnst mér þetta hafa farið niður á við."


Nánar er rætt við Arnór Ingva í sjónvarpinu að ofan.

Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir