De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   mið 22. mars 2017 08:00
Hafliði Breiðfjörð
Parma
Arnór Ingvi: Gæti spilað 90 mín ef þess þarf
Icelandair
Arnór Ingvi á landsliðsæfingu í gær.
Arnór Ingvi á landsliðsæfingu í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líst mjög vel á þetta, það eru tveir skemmtilegir leikir, Kosovo og Írland en ef við lítum á Kosovo fyrst þá verður það erfiður leikur, þetta er nýtt lið," sagði Arnór Ingvi Traustason kantmaður Íslands á æfingu landsliðsins í dag en liðið mætir Kosovo í undankeppni HM á föstudaginn og svo Írum í vináttulandsleik á þriðjudaginn.

„Kosovo eru með marga góða leikmenn og eru búnir að smala nýjum leikmönnum og eru ennþá að. Það er einn í Salzburg sem ég hef spilað við. Hann er mjög góður leikmaður. Þeir eru að sanka að sér leikmönnum og það verður alls ekkert vanmat okkar megin.

Arnór Ingvi hefur verið frá keppni með félagsliði sínu, Rapid Vín, að undanförnu vegna meiðsla en segist vera klár í slaginn á föstudaginn.

„Jájá, það er búin að vera smá óheppni hjá mér, ég var tæklaður illa fyrst og fékk beinmar og blæðingu í hné. Í síðasta leik var svo traðkað á mér í tvígang og ég er með bólgur á tánum. Annars er þetta í lagi. Ég gæti spilað 90 mínútur ef þess þarf."

Arnór Ingvi hafði átt frábæra tíma með Norrkoping í Svíþjóð áður en hann gekk í raðir Rapid Vín í fyrrasumar. Hann hefur átt erfitt uppdráttar þar.

„Þetta er búið að vera öðruvísi á marga vegu í Austurríki, allt öðruvísi en Svíþjóð og svo bætist ofan á það að við erum ekki að spila vel. Það hafa verið þrír þjálfarar síðan ég kom og íþróttastjórinn er farinn. Það er allt í rugli þarna sem við þurfum að rífa okkur uppúr. Þetta er ekki bara hjá okkur leikmönnum heldur er þetta stærra vandamál."

„Ég er vanur að segja við sjálfan mig að ég sjái ekki eftir hlutum. Ég er hér í dag og þarf að vinna mig út úr því. En þetta er mál sem við þurfum að finna út úr. Þetta er miklu stærra en við leikmennirnir bara ráðum við. Það er ekkert sem ég hefði getað séð fyrir. Mér líst vel á þjálfarann sem fékk mig en eftir að hann fór finnst mér þetta hafa farið niður á við."


Nánar er rætt við Arnór Ingva í sjónvarpinu að ofan.

Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner
banner