Raphinha og Camavinga til Manchester - Thuram til ensks toppliðs - Newcastle með plan ef Isak fer
Eyþór Wöhler: Ég ætla bara að þegja
Óskar Hrafn: Við gerðum bara ekki nóg til að verðskula eitthvað
Árni Guðna: Ætlum að halda Bestu deildar standard
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
   mið 22. mars 2017 08:00
Hafliði Breiðfjörð
Parma
Arnór Ingvi: Gæti spilað 90 mín ef þess þarf
Icelandair
Arnór Ingvi á landsliðsæfingu í gær.
Arnór Ingvi á landsliðsæfingu í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líst mjög vel á þetta, það eru tveir skemmtilegir leikir, Kosovo og Írland en ef við lítum á Kosovo fyrst þá verður það erfiður leikur, þetta er nýtt lið," sagði Arnór Ingvi Traustason kantmaður Íslands á æfingu landsliðsins í dag en liðið mætir Kosovo í undankeppni HM á föstudaginn og svo Írum í vináttulandsleik á þriðjudaginn.

„Kosovo eru með marga góða leikmenn og eru búnir að smala nýjum leikmönnum og eru ennþá að. Það er einn í Salzburg sem ég hef spilað við. Hann er mjög góður leikmaður. Þeir eru að sanka að sér leikmönnum og það verður alls ekkert vanmat okkar megin.

Arnór Ingvi hefur verið frá keppni með félagsliði sínu, Rapid Vín, að undanförnu vegna meiðsla en segist vera klár í slaginn á föstudaginn.

„Jájá, það er búin að vera smá óheppni hjá mér, ég var tæklaður illa fyrst og fékk beinmar og blæðingu í hné. Í síðasta leik var svo traðkað á mér í tvígang og ég er með bólgur á tánum. Annars er þetta í lagi. Ég gæti spilað 90 mínútur ef þess þarf."

Arnór Ingvi hafði átt frábæra tíma með Norrkoping í Svíþjóð áður en hann gekk í raðir Rapid Vín í fyrrasumar. Hann hefur átt erfitt uppdráttar þar.

„Þetta er búið að vera öðruvísi á marga vegu í Austurríki, allt öðruvísi en Svíþjóð og svo bætist ofan á það að við erum ekki að spila vel. Það hafa verið þrír þjálfarar síðan ég kom og íþróttastjórinn er farinn. Það er allt í rugli þarna sem við þurfum að rífa okkur uppúr. Þetta er ekki bara hjá okkur leikmönnum heldur er þetta stærra vandamál."

„Ég er vanur að segja við sjálfan mig að ég sjái ekki eftir hlutum. Ég er hér í dag og þarf að vinna mig út úr því. En þetta er mál sem við þurfum að finna út úr. Þetta er miklu stærra en við leikmennirnir bara ráðum við. Það er ekkert sem ég hefði getað séð fyrir. Mér líst vel á þjálfarann sem fékk mig en eftir að hann fór finnst mér þetta hafa farið niður á við."


Nánar er rætt við Arnór Ingva í sjónvarpinu að ofan.

Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner
banner
banner