sun 22. mars 2020 17:00
Ívan Guðjón Baldursson
Almeria gefur 1,2 milljónir til að berjast gegn veirunni
Turki Al-Sheikh, forseti Malaga og fyrrum íþróttamálaráðherra Sádí-Arabíu.
Turki Al-Sheikh, forseti Malaga og fyrrum íþróttamálaráðherra Sádí-Arabíu.
Mynd: Getty Images
Spænska B-deildarfélagið UD Almeria hefur ákveðið að spýta 1,2 milljónum evra inn í spænska heilbrigðiskerfið sem heyjar harða baráttu við kórónuveiruna um þessar mundir.

Peningurinn verður notaður í ýmsa hluti eins og kaup á tækjum, mat og hlífðarbúnaði. Hluti upphæðinnar rennur til fólks sem missti vinnuna útaf veirunni og annar hluti til sjálfboðaliða sem hafa verið að berjast gegn veirunni án þess að fá borgað.

Turki Al-Sheikh er forseti og eigandi félagsins og hefur fengið mikið lof fyrir þessa örlátu gjöf.

Almeria er í þriðja sæti B-deildarinnar og stefnir upp í efstu deild í fyrsta sinn síðan 2015.
Athugasemdir
banner
banner
banner