sun 22. mars 2020 22:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Naismith til í að taka á sig 50% launalækkun
Naismith er fyrrum leikmaður Everton.
Naismith er fyrrum leikmaður Everton.
Mynd: Getty Images
Skoska félagið Hearts er í miklum fjárhagsvandræðum, sérstaklega núna þegar kórónuveirufaraldurinn geisar yfir.

Leikmenn félagsins hafa verið beðnir um að taka á sig launalækkun um 50%. Steven Naismith, fyrrum leikmaður Rangers, Everton og Norwich, ætlar að taka á sig launalækkun og vera áfram hjá Hearts á næstu leiktíð, sama í hvað deild félagið er í.

„Mér persónulega líður eins og ég geti og eigi að taka á mig 50% launalækkun," segir Naismith sem er fyrirliði Hearts.

„Fótboltinn hefur reynst mér og fjölskyldu minni mjög vel. Þess vegna líður mér eins og ég geti og eigi að samþykkja 50% launalækkun."

Naismith vonast til að geta hjálpað starfsmönnum félagsins, þeim sem er með lægstu launin, að halda starfi sínu.

Hearts er í augnablikinu á botni skosku úrvalsdeildarinnar með 23 stig úr 30 leikjum.

Hér að neðan má hlusta á umræðu um fjárhagsáhyggjur í fótboltanum úr útvarpsþættinum Fótbolta.net. Skoski boltinn kemur við sögu.
Útvarpsþátturinn - Fjárhagsáhyggjur í fótboltaheiminum
Athugasemdir
banner
banner