Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 22. mars 2020 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Napoli byrjar að æfa á miðvikudaginn
Mynd: Getty Images
Napoli er búið að tilkynna opinberlega að æfingar félagsins muni fara aftur af stað næsta miðvikudag, þrátt fyrir beiðni leikmannasambandsins um að bíða til apríl.

Aurelio De Laurentiis, forseti Napoli, og Claudio Lotito, forseti Lazio, eru sagðir vera einu eigendur knattspyrnufélaga í Serie A sem vilja láta liðin sín byrja að æfa aftur fyrir 4. apríl, dagsetningu sem var gefin út af heilbrigðisyfirvöldum.

Andrea Agnelli, forseti Juventus, er sagður hafa tekið illa í þessa ákvörðun Napoli og heimtar að félögum verði stranglega bannað að snúa aftur til æfinga fyrir útgefna dagsetningu.

Ólíklegt er að Serie A fari aftur af stað fyrr en í maí í fyrsta lagi. Allt veltur á þróun og útbreiðslu kórónuveirunnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner