Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 22. mars 2020 21:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Staðfest að Juventus hafi spurst fyrir um 18 ára Brassa
Kaio Jorge
Kaio Jorge
Mynd: Getty Images
Yeferson Soteldo.
Yeferson Soteldo.
Mynd: Getty Images
Jose Carlos Peres, forseti brasilíska félagsins Santos, hefur staðfest að Juventus sé í viðræðum vegna sóknarmannsins unga, Kaio Jorge.

Drengurinn er aðeins 18 ára gamall og hann er undir smásjá stórliða í Evrópu.

Juventus vill fá hann, en í samningi Kaio er riftunarverð upp á 75 milljónir evra. Ekki þykir líklegt að Juventus nýti sér það enda er félagið að ræða við Santos um lægri upphæð.

„Juventus spurði um hann, en ekkert formlegt tilboð hefur borist. Ég sagði þeim að riftunarverðið hans væri 75 milljónir evra en að við værum tilbúnir að ræða við þá. Við vorum að ræða um upphæð nær 30 milljónum evra, en ekki bara við Juventus," sagði Peres við Calciomercato.

„Tvö önnur ítölsk félög hafa einnig sýnt áhuga, sem og eitt félag frá Frakklandi."

Aðrir leikmenn Santos eftirsóttir
Peres greindi einnig frá því að Santos sé í viðræðum við Evrópsk félög um tvö aðra leikmenn félagsins; sóknarmiðjumanninn Yeferson Soteldo og varnarmanninn Lucas Verissimo.

„Inter spurði mig um Soteldo, nánar tiltekið Piero Ausilio (yfirmaður knattspyrnumála hjá Inter) sjálfur. Hann hætti við þegar ég bað um 35 milljónir evra," segir Peres.

„Soteldo er ungur leikmaður (22 ára) með stórkostlega hæfileika, hann er leikmaður sem ræður úrslitum. Öll stóru félögin í Brasilíu hafa spurt mig út í hann, félög í ensku úrvalsdeildinni eins og Everton vilja hann, og þá eru mörg tilboð í hann frá Spáni."

„Hvað varðar Lucas Verissimo þá var næstum því búið að selja hann fyrir 10 milljónir evra til Torino, sem er lág upphæð í ljósi þess að við vildum á 12 milljónir evra. Þjálfari okkar á þeim tíma, Jorge Sampaoli, grátbað okkur hins vegar um að selja hann ekki, og við gerðum það því ekki."

„Verissimo fær enn mörg tilboð, en það er vandamál að hann sé ekki með ítalskan ríkisborgararétt."

„Everton og Carlo Ancelotti reyndu líka að fá hann á láni í janúar, en hann er ekki fáanlegur á láni," sagði Peres.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner