Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 22. mars 2021 19:00
Brynjar Ingi Erluson
Ætlaði að framlengja við Ajax - Fundur í Mónakó breytti öllu
Brian Brobbey vildi vera áfram hjá Ajax en svo breyttust aðstæður
Brian Brobbey vildi vera áfram hjá Ajax en svo breyttust aðstæður
Mynd: Getty Images
Brian Brobbey, framherji Ajax í Hollandi, mun ganga til liðs við RB Leipzig í sumar en hann ætlaði sér þó að framlengja við hollenska félagið. Brobbey segir frá þessu í samtali við De Telegraaf.

Leipzig greindi frá því á dögunum að Brobbey gengur til liðs við félagið í sumar á frjálsri sölu en hann gerði langtímasamning við þýska klúbbinn.

Brobbey hefur verið líflegur með Ajax á þessari leiktíð en hann hefur skorað fjórtán mörk og lagt upp sex í 29 leikjum.

Hann var nálægt því að framlengja við Ajax síðasta sumar og hafði hann þegar ákveðið að skrifa undir nýjan samning en Mino Raiola, umboðsmaður Brobbey, kom hins vegar í veg fyrir það.

Marc Overmars, yfirmaður íþróttamála hjá Ajax, fundaði með Raiola í Mónakó en sá fundur gekk ekki vel.

„Eftir leikinn gegn Lille þá kom Marc Overmars til mín og við ákváðum að setja niður og ræða málin. Ég sagði við Overmars að ég myndi framlengja við félagið. Hann fundaði með Raiola en eitthvað hefur gerst á þeim fundi," sagði Brobbey við De Telegraaf.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner