
Eftir tap Íslands gegn Kósóvó á fimmtudagskvöldið fór liðið upp í flugvél um miðja nótt og flaug til Spánar þar sem þeir undirbúa sig fyrir seinni leik liðanna á morgun.
Einn leikmaður hefur bæst við hópinn fyrir seinni leikinn en Jóhann Berg Guðmundsson hefur verið kallaður inn eftir að hann jafnaði sig á meiðslum..
Jóhann Berg æfði með liðinu seinnipartinn í gær en frekar rólegt var yfir æfingunni.
Þeir leikmenn sem byrjuðu leikinn sátu hjá og sumir þeirra dunduðu sér við teyjuæfingar á táslunum í sól og 20 stiga hita á La Finca æfingasvæðinu.
Nokkrar myndir af æfingunni fylgja með.
Athugasemdir