Það var ekki bara Rúnar Kristinsson þjálfari Fram sem mætti KR í fyrsta sinn eftir að hafa yfirgefið félagið um helgina því Kennie Chopart var einnig í byrjunarliði Fram.
Lestu um leikinn: KR 0 - 1 Fram
Chopart lék með KR í átta tímabil, frá 2016 - 2023 og var í miklum metum hjá félaginu.
Að síðasta tímabilinu loknu ákvað hann að söðla um og fylgja Rúnari Kristinssyni þjálfara sínum í Úlfarsárdalinn og spila með Fram.
Liðin mættust svo í Bestu-deildinni í fyrradag en þar sem grasið hjá KR var ekki klárt var spilað á heimavelli Þróttar í Laugardalnum.
Fyrir leikinn afhenti Páll Kristjánsson formaður knattspyrnudeildar KR Kennie Chopart viðurkenningarskjöld fyrir framlag sitt til félagsins.
Athugasemdir