Pochettino á radar Man Utd og Bayern - McKenna orðaður við Chelsea - Slot við Kökcu til Liverpool
   mán 22. apríl 2024 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Neville segir yfirlýsingu Forest vandræðalega - „Clattenburg ætti að segja af sér"
Gary Neville.
Gary Neville.
Mynd: Getty Images
Clattenburg er sérfræðingur Forest í dómaramálum.
Clattenburg er sérfræðingur Forest í dómaramálum.
Mynd: Getty Images
Nottingham Forest sendi frá sér ansi skrautlega yfirlýsingu á X í gær þar sem félagið lýsti yfir óánægju sinni með VAR-dómarann í tapi liðsins gegn Everton.

Forest tapaði leiknum 2-0 en liðið taldi sig eiga að fá þrjár vítaspyrnur í leiknum.

Eftir leikinn var birt yfirlýsing á X-reikningi félagi þar sem stóð: „Þrjár ótrúlega slakar ákvarðanir þar sem þrjár vítaspyrnur voru ekki gefnar og það er eitthvað sem við getum ekki sætt okkur við. Við vöruðum dómarasambandið við því að VAR-dómarinn væri stuðningsmaður Luton fyrir leikinn en þeir ákváðu ekki að skipta honum út. Mörgum sinnum hefur verið reynt á þolinmæði okkur og mun Nottingham Forest nú íhuga næstu skref."

Stuart Attwell var VAR-dómari í leiknum en Forest er í baráttu við Luton um að halda sér uppi.

Gary Neville, sérfræðingur Sky Sports, tjáði sig um yfirlýsinguna í gær en honum var ekki skemmt yfir viðbrögðum Forest.

„Það er eins og þetta sé yfirlýsing frá mafíunni. Ég held að flestallir finni til með Nottingham Forest vegna þeirra ákvarðana sem hafa verið teknar gegn þeim í vetur. En þetta er eins og yfirlýsing frá barni. Þetta er vandræðalegt," sagði Neville.

Neville segir að Forest sé á hálum ís með að vega að heilindum dómara. Hann segir að Mark Clattenburg, sem er í athyglisverðu starfi sem sérfræðingur Forest í dómaramálum, verði að segja af sér. Clattenburg hefur stutt við bakið á Forest í þessari gagnrýni með pistli sem hann skrifaði í Daily Mail.

„Mark Clattenburg verður að segja af sér. Hann sér að félagið er að vega að heilindum dómara og þeir eru að kalla hann svindlara þar sem hann styður annað félag. Hann er svo að styðja við það sem er verið að segja. Hann er að tapa öllum trúverðugleika hjá dómurum. Hann ætti að segja af sér og fjarlægja sjálfan sig eins og hann getur frá þessari yfirlýsingu," sagði Neville en Clattenburg var sjálfur fyrir nokkrum árum einn fremsti dómari ensku úrvalsdeildarinnar.

Forest er einu stigi á undan Luton og þremur stigum á undan Burnley þegar fjórir leikir eru eftir í ensku úrvalsdeildinni


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner