Hér á Fótbolti.net var þeirri vangaveltu fleygt fram hvort að KR gæti reynt að fá Hörð Inga Gunnarsson í sínar raðir frá FH fyrir gluggalok þar sem Jóhannes Kristinn Bjarnason, hægri bakvörður KR-inga, verður frá í þrjá mánuði vegna meiðsla.
Hörður Ingi er ekki að spila með FH og hefur verið utan hóps í byrjun móts.
Hörður Ingi er ekki að spila með FH og hefur verið utan hóps í byrjun móts.
Lestu um leikinn: HK 0 - 2 FH
Fótbolti.net ræddi við Davíð Þór Viðarsson, yfirmann fótboltamála hjá FH, og var spurt út í Hörð.
Davíð sagðist aðspurður ekki hafa fengið símtal úr Vesturbænum vegna leikmanns hjá sér.
Ástbjörn Þórðarson hefur byrjað mótið í hægri bakverðinum hjá FH og skoraði fyrra markið gegn HK um helgina.
Það er svolítið skrítið að sjá Hörð ekki í hópnum, sagði fréttamaður við Davíð.
„Það er alltaf þjálfarans að velja hópinn. Þar sem tillagan var ekki samþykkt á ársþinginu um að fjölga leyfilegum varamönnum á skýrslu þá eru alveg nokkrir utan hóps sem gera svo sannarlega tilkall til þess að vera í hóp og spila fyrir Fimleikafélagið. Það eru bara átján í hópnum og við búum við það að vera með þéttan og breiðan hóp," sagði Davíð.
Gegn HK voru þeir Grétar Snær Gunnarsson, Hörður Ingi Gunnarsson, Jóhann Ægir Arnarsson og Úlfur Ágúst Björnsson á meðal þeirra sem ekki voru í hópnum.
FH á leik gegn Val í bikarnum í vikunni og svo á liðið leik gegn ÍA næsta sunnudag.
Athugasemdir