Pochettino á radar Man Utd og Bayern - McKenna orðaður við Chelsea - Slot við Kökcu til Liverpool
banner
   mán 22. apríl 2024 19:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viktor Guðberg í Reyni Sandgerði (Staðfest)
Viktor Guðberg Hauksson.
Viktor Guðberg Hauksson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viktor Guðberg Hauksson hefur gengið til liðs við Reyni Sandgerði frá Grindavík á láni út tímabilið.

Frá þessu greina Sandgerðingar í kvöld.

Viktor er 24 ára miðvörður og á að baki 138 meistaraflokksleiki og þar af 71 leik í Lengjudeildinni.

„Við bjóðum Viktor hjartanlega velkominn í Sandgerði og hlökkum til að sjá hann á vellinum í sumar;" segir í tilkynningu Reynismanna um félagaskiptin.

Viktor spilaði í fyrra 16 leiki í Lengjudeildinni en Grindvíkingar hafa bætt mörgum mönnum við sitt lið á undanförnum dögum.

Reynir komst upp úr 3. deildinni síðasta sumar og spilar því í 2. deild karla í ár.
Athugasemdir
banner
banner