Cunha færist nær Man Utd - Manchester liðin vilja Costa - Aston Villa íhugar að selja Ollie Watkins
   þri 22. apríl 2025 22:09
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Spænskur sóknarmaður í Selfoss (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: Selfoss
Selfoss hefur nælt í spænskan sóknarmann fyrir komandi átök í Lengjudeildinni.

Sá heitir Raúl Tanque en hann gerir samning út tíimabilið.

Tanque er 24 ára gamallhávaxinn framherji. Hann hefur leikið allan sinn feril á Spáni. Hann lék síðast með Atzeneta UE í fimmtu efstu deild.

Selfoss leikur í Lengjudeildinni ísumar. Liðið vann 2. deild síðasta sumar með nokkrum yfirburðum.

Komnir
Alexander Berntsson frá Færeyjum
Harley Willard frá KA
Frosti Brynjólfsson frá Haukum
Elvar Orri Sigurbjörnsson frá Árborg (var á láni)

Farnir
Gonzalo Zamorano til Spánar
Jose Sanchez til Spánar
Ingvi Rafn Óskarsson hættur
Valdimar Jóhannsson til Njarðvíkur
Adrian Sanchez


Athugasemdir
banner