Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 22. júní 2022 11:00
Elvar Geir Magnússon
Gunnar Nielsen á meiðslalistanum - „Nú hljóta FH-ingar að sakna hans"
Gunnar Nielsen.
Gunnar Nielsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Færeyski landsliðsmarkvörðurinn Gunnar Nielsen er á meiðslalistanum en hann hefur ekki spilað tvo síðustu leiki FH í Bestu deildinni.

Varamarkvörðurinn Atli Gunnar Guðmundsson hefur varið mark Hafnarfjarðarliðsins í fjarveru Gunnars en Atli gerði sig sekan um virkilega slæm mistök í leiknum gegn ÍA í gær.

„Það hreinlega gerist ekki klaufalegra!!! Gummi Kri sendir boltann til baka á Atla Gunnar í markinu og hann tekur svo rosalega þunga snertingu að hann gefur boltann hreinlega á Kaj Leo sem krullar svo boltann framhjá honum. Nú hljóta FH-ingar að sakna Gunnars Nielsen," skrifaði Haraldur Örn Haraldsson í textalýsingu frá leiknum þegar ÍA komst yfir.

Eiður Smári Guðjohnsen, þjálfari FH, sagði í viðtali eftir leikinn að Gunnar yrði mögulega frá í viku til tíu daga. Hann verður því væntanlega ekki með FH í leik gegn ÍR í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins en ætti að vera klár fyrir næsta deildarleik, gegn Stjörnunni þann 4. júlí.

FH jafnaði á Skaganum í gær og 1-1 urðu lokatölur. Hafnarfjarðarliðið er án sigurs í fjórum síðustu deildarleikjum og situr í níunda sæti Bestu deildarinnar. Ólafur Jóhannesson var rekinn í síðustu viku vegna lélegs árangurs liðsins.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner