Risaverðmiði á Isak sem er á óskalista Chelsea - Bayern ætlar að reyna við Onana - Áhugi frá Sádi-Arabíu á Garnacho
   lau 22. júní 2024 18:25
Haraldur Örn Haraldsson
Byrjunarlið Víkings og KR: Þrjár breytingar í fyrsta leik Pálma - Víkingar með fjórar breytingar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Viðureig Víkings og KR í 11. umferð Bestu deild karla hefst á eftir klukkan 19:15. Í síðustu umferð gerði Víkingur 2-2 jafntefli við Val á meðan KR tapaði 2-1 fyrir ÍA. Byrjunarliðin fyrir leikinn í kvöld eru komin og þetta eru breytingarnar sem þjálfararnir gera á liðum sínum.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  1 KR

Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings gerir fjórar breytingar á sínu liði. Jón Guðni Fjóluson, Aron Elís Þrándarson og Nikolaj Hansen fá sér allir sæti á bekknum á meðn Davíð Örn Atlason er ekki með vegna meiðsla. Helgi Guðjónsson, Halldór Smári Sigurðsson, Karl Friðleifur Gunnarsson og Matthías Vilhjálmsson koma allir inn í liðið í stað þeirra.

Pálmi Rafn Pálmason þjálfari KR gerir þrjár breytingar á sínu liði en Atli Sigurjónsson fær sér sæti á bekknum á meðan Lúkas Magni Magnason og Moutaz Neffati eru ekki í hóp. Inn fyrir þá koma Axel Óskar Andrésson, Finnur Tómas Pálmason og Kristján Flóki Finnbogason.


Byrjunarlið Víkingur R.:
1. Ingvar Jónsson (m)
4. Oliver Ekroth
6. Gunnar Vatnhamar
7. Erlingur Agnarsson
9. Helgi Guðjónsson
10. Pablo Punyed
12. Halldór Smári Sigurðsson
17. Ari Sigurpálsson
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
25. Valdimar Þór Ingimundarson
27. Matthías Vilhjálmsson

Byrjunarlið KR:
12. Guy Smit (m)
3. Axel Óskar Andrésson
5. Birgir Steinn Styrmisson
6. Alex Þór Hauksson
7. Finnur Tómas Pálmason
9. Benoný Breki Andrésson
10. Kristján Flóki Finnbogason
11. Aron Sigurðarson
16. Theodór Elmar Bjarnason (f)
18. Aron Kristófer Lárusson
29. Aron Þórður Albertsson
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner