Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   lau 22. júlí 2017 19:59
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Glódís: Maður var farinn að öskra mikið á hana
Kvenaboltinn
Glódís var ósátt með dómara leiksins.
Glódís var ósátt með dómara leiksins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er náttúrulega bara hundfúlt," sagði varnarjaxlinn Glódís Perla Viggósdóttir eftir 2-1 tap gegn Sviss á EM kvenna í dag.

„Við erum svekktar með þetta. Við reyndum að teygja okkur á eftir þessu eins og við gátum, en það gekk ekki í dag."

Lestu um leikinn: Ísland 1 -  2 Sviss

„Ég veit ekki hvað vantaði upp á, kannski áherslumuninn."

Mörkin sem Ísland fékk á sig í leiknum voru klaufaleg.

„Við fáum mark í andlitið beint eftir að við skorum, einbeitingarleysi eftir innkast, sem við þurfum að gera betur í. Við getum ekki afsakað okkur á því, bara lélegt hjá okkur."

„Seinna markið er eftir fyrirgjöf líka, sem við töluðum um fyrir leik að við ætluðum að stoppa. Það er hundfúlt."

Glódís var ekki sátt með dómara leiksins, eins og svo margir aðrir.

„Við vorum í bakinu á þeim og það var dæmt á okkur í hvert skipti sem við klukkuðum þær. Þá er ótrúlega erfitt að spila þessa pressu sem við ætlum að spila og við getum voðalega lítið gert."

„Maður var farinn að öskra mikið á hana," segir Glódís um dómara leiksins, en hún var ekki vinsæl hjá landanum, hin rússneska Anastasia Pustovoitova. „Mér fannst hún ekki vera með neina línu í leiknum, sem er kannski það versta."

„Þessi leikur tapaðist samt ekki á dómgæslu."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.

Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner