Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   mán 22. júlí 2019 22:34
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
BBC: Ceballos til Arsenal á láni út leiktíðina
Samkvæmt heimildum BBC hafa Arsenal og Real Madrid náð samkomulagi um að Dani Ceballos verði á láni hjá Arsenal út komandi leiktíð.

Spænski miðjumaðurinn hefur spilað 56 leiki fyrir Real síðan hann kom til félagsins árið 2017. Arsenal hefur mikið verið orðað við leikmanninn í sumar og þá voru Tottenham og Liverpool einnig sögð hafa áhuga.

Ceballos lék áður með Real Betis og er nú ætlað að fylla í skarð Aaron Ramsey sem söðlaði um og gekk í raðir Juventus í sumar. Ceballos er 22 ára gamall.

Þá er Arsenal einnig sagt mjög nálægt því að ganga frá kaupum á William Saliba, 18 ára miðverði Saint-Etienne.
Athugasemdir
banner