Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 22. júlí 2021 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Demarai Gray skrifar undir þriggja ára samning hjá Everton
Gray skoraði aðeins 13 mörk í 169 leikjum með Leicester.
Gray skoraði aðeins 13 mörk í 169 leikjum með Leicester.
Mynd: Getty Images
Kantmaðurinn fljóti Demarai Gray er svo gott sem genginn í raðir Everton eftir misheppnaða dvöl hjá Bayer Leverkusen í þýska boltanum.

Gray var hjá Leicester í fimm ár og vann ensku úrvalsdeildina með félaginu. Hann missti sæti sitt í byrjunarliðinu í fyrra og var seldur til Leverkusen í janúar fyrir svo lítið sem tvær milljónir evra.

Gray skoraði aðeins eitt mark í tólf leikjum með Leverkusen og hefur núna verið seldur til Everton fyrir tvær milljónir.

Gray er 25 ára gamall og var lykilmaður í U21 landsliði Englendinga, þar sem hann skoraði 8 mörk í 26 leikjum.

Gray er þriðji leikmaðurinn sem gengur til liðs við Everton í vikunni eftir að Asmir Begovic og Andros Townsend voru staðfestir. Þessir þrír leikmenn eiga að fylla í skörðin sem Robin Olsen, Theo Walcott og Yannick Bolasie skilja eftir.
Athugasemdir
banner
banner
banner