Leikmenn Bologna eru komnir saman til að fara í æfingabúðir á undirbúningstímabilinu en varnarmaðurinn öflugi Riccardo Calafiori er ekki á svæðinu.
Hann er að ljúka félagaskiptum til Arsenal eftir að stórveldið hafði betur í kapphlaupinu um leikmanninn.
Calafiori valdi Arsenal framyfir Chelsea, Juventus, Real Madrid og fleiri stórveldi. Eftir að leikmaðurinn gaf munnlegt samþykki fyrir samningi hjá Arsenal neitaði hann að samþykkja önnur samningstilboð.
Það verður afar áhugavert að fylgjast með hvort honum takist að binda endi á vandamálin sem Arsenal hefur verið að glíma við vinstra megin í vörninni, þar sem hvorki Aleksandr Zinchenko né Jakub Kiwior hefur tekist að hrífa neitt sérstaklega mikið.
Arsenal er að greiða rúmlega 40 milljónir punda til að kaupa Calafiori, sem er einn af betri varnarmönnum ítalska boltans og var meðal bestu leikmanna Ítalíu á EM í sumar.
Athugasemdir