Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   mán 22. júlí 2024 15:40
Elvar Geir Magnússon
Hrifinn af þroskaðri frammistöðu Yoro
Leny Yoro.
Leny Yoro.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Erik ten Hag stjóri Manchester United hrósar „þroskaðri frammistöðu“ Leny Yoro í sínum fyrsta leik fyrir félagið. Þessi átján ára varnarmaður var í byrjunarliðinu í 2-0 sigri gegn Rangers um helgina.

Yoro var keyptur fra Lille fyrir 52,2 milljónir punda og lék í fyrri hálfleik í æfingaleiknum í Skotlandi en Ten Hag skipti öllum útileikmönnum sínum í hálfleik.

„Þetta var virkilega þroskuð frammistaða hjá honum eftir aðeins eina æfingu með liðinu. Við sáum það þegar við skoðuðum hann, hversu heilsteyptur hann er þrátt fyrir ungan miðvörð,“ segir Ten Hag.

Hann segir Yoro geta barist um byrjunarliðssæti hjá United en Ten Hag vill þó fá annan miðvörð fyrir átökin. Félagið hefur verið orðað við Matthijs de Ligt og Jarrad Branthwaite.

„Ég er mjög ánægður með þá leikmenn sem við höfum fengið, Yoro og Joshua Zirkzee eru leikmenn fyrir framtíðina. En þegar ég segi framtíðina þá bendi ég á að framtíðin byrjar líka núna."
Athugasemdir
banner