Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   lau 20. júlí 2024 23:35
Brynjar Ingi Erluson
Onana um Yoro: Hann er með svakalega hæfileika
Mynd: Getty Images
Mynd: Man Utd
André Onana, markvörður Manchester United, er spenntur fyrir því að spila með Leny Yoro á komandi tímabili.

Yoro, sem er 18 ára gamall, er talinn besti miðvörður sinnar kynslóðar.

United keypti hann frá Lille fyrir tæpar 60 milljónir punda og spilaði hann sinn fyrsta leik í gær í 2-0 sigri á Rangers.

„Þegar þú hefur tækifærið til að ganga í raðir Manchester United þá þýðir það einfaldlega að þú ert gæddur miklum hæfileikum.“

„Hann sýndi það í fyrri hálfleiknum. Þetta er frábær náungi, ungur leikmaður með svakalega hæfileika. Hann er góður á boltann og við munum svo sannarlega njóta hans á þessu tímabili,“
sagði Onana.

Það fylgir því auðvitað mikil pressa að spila fyrir Manchester United. Leikmenn eru reglulega gagnrýnir í blöðunum og samfélagsmiðlum. Getur hann höndlað þá pressu?

„Hann mun gera það og við erum hér til að hjálpa honum. Það mun ekki skipta máli hvað er að eiga sér stað, við leiðtogarnir munum taka ábyrgðina.“

„Yoro er ungur leikmaður og við munum gefa honum tíma. Við vitum að hann á eftir að gera vel því við höfum góða njósnara hjá félaginu. ,“
sagði Onana.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner