Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   mán 22. júlí 2024 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Juan Mata að æfa með Nordsjælland
Juan Mata.
Juan Mata.
Mynd: EPA
Nokkuð athyglisverðar fréttir voru að berast frá Danmörku þar sem Juan Mata er að æfa með danska úrvalsdeildarfélaginu Nordsjælland.

Mata er með tengsl inn í Nordsjælland þar sem hann þekkir til að mynda Michael Essien, aðstoðarþjálfara liðsins. Þeir voru liðsfélagar hjá Chelsea.

Mata, sem er 36 ára, hefur verið án félags síðustu mánuðina eftir að hafa yfirgefið Vissel Kobe í Japan í janúar.

Óvíst er hvort að hann muni semja við Nordsjælland en hann er allavega að æfa með liðinu núna.

Mata er fyrrum leikmaður Chelsea og Manchester United. Þá lék hann 41 landsleik með spænska landsliðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner